Síðastliðin tvö ár hafa verið viðburðarík en til stóð að Stýrið yrði grunnþjónusta fyrir skipstjóra, útgerðarmenn og fjölskyldur sjómanna. Upphaflega stóð til að bjóða þjónstuna á lægra verði en þekkist fyrir á markaði og ná til breiðs hóps fólks. Máttur internetsins er sá að hver sem er getur farið af stað og fengið flugu í kollinn til að koma með nýja vöru. Sannleikurinn er hinsvegar sá að mikill meirihluti nýsköpunar og nýrra vara gengur ekki upp. Við sem stöndum að Stýrinu verðum því miður að horfast í augu við það að okkur mistókst okkar markmið miðað við þær áætlanir og fjármagn sem við höfum geta sett í verkefnið.

Þetta er ekki ákvörðun sem er tekin af léttúð en okkur hefur tekist að byggja upp stóran hóp daglegra notenda og fáum reglulega fyrirspurnir og ábendingar um hvað má betur fara. Við erum báðir með önnur störf og höfum því ekki geta sett alla þá orku og einbeitingu sem til þarf í verkefnið.

Hvað eru næstu skref?

Að öllu óbreyttu mun Stýrið.is því loka þann 1.júlí. Þeir sem hafa greitt árgjald geta haft samband og munu fá endurgreitt þá mánuði sem detta úr þjónustu við þá. Fyrir aðra verður ekki rukkað gjald fyrir þjónustuna frá og með 15.júní.

Við höfum átt í viðræðum með aðila sem vilja koma með fjármagn inn í verkefnið en ef það gengur ekki eftir þá mun Stýrið senn líða á enda. Ef þú hefur áhuga á að leggja verkefninu lið eða koma með fjármagn þá er best að senda póst á styrid@styrid.is